Valur kominn á topp deildarinnar

Hallveig Jónsdóttir skoraði átta stig fyrir Val í sigri liðsins …
Hallveig Jónsdóttir skoraði átta stig fyrir Val í sigri liðsins gegn Stjörnunni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur náði tveggja stiga forskoti á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta með öruggum 82:57-sigri sínum gegn Stjörnunni þegar liðin mættust í 21. umferð deildarinnar í Valshöllinni í dag.

Snæfell minnkaði muninn á milli liðsins og Stjörnunnar í fjórða og fimmta sæti deildarinnar í fjögur stig með sannfærandi 79:44-sigri gegn Breiðabliki í Smáranum í Kópavogi.

Þá heldur Keflavík sér í seilingarfjarlægð frá toppliðinum, en liðið bar sigurorð af nágrönnum sínum, Njarðvík, 88:79, í leik liðanna í TM-höllinni í Keflavík.  

Valur trónir á toppi deildarinnar með 32 stig, Haukar eru í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig.  

Snæfell, Breiðablik og Skallagrímur eru svo jöfn að stigum með 18 stig í fimmta til sjöunda sæti deildarinnar. Fjögur efstu liðin taka þátt í úrslitakeppni deildarinnar og ljóst að hart verður barist bæði um deildarmeistaratitilinn og sæti í úrslitakeppninni.

Skallagrímur og Haukar mætast í lokaleik 21. umferðarinnar í Borgarnesi annað kvöld. Haukar geta þar jafnað Val að stigum á toppi deildarinnar með sigri í þeim leik, en Skallagrímur getur hins vegar andað í hálsmálið á Stjörnunni með hagstæðum úrslitum. 

Valur - Stjarnan 82:57

Gangur leiksins: 4:4, 10:8, 15:13, 22:13, 26:15, 29:17, 33:20, 37:27, 41:32, 49:35, 51:37, 57:39, 64:46, 73:50, 75:52, 82:57.

Valur: Aalyah Whiteside 26/9 fráköst/7 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 14/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 11/9 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/11 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 9, Hallveig Jónsdóttir 8/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/13 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 17 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Johann Gudmundsson.

Keflavík - Njarðvík 88:79

Gangur leiksins: 3:3, 7:9, 12:14, 14:22, 18:24, 27:31, 33:33, 38:37, 42:41, 50:43, 59:49, 64:54, 69:58, 77:64, 81:68, 88:79.

Keflavík: Brittanny Dinkins 42/11 fráköst/10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 19/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 7/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 41/28 fráköst, Ína María Einarsdóttir 14, Hrund Skúladóttir 12, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, María Jónsdóttir 2/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Breiðablik - Snæfell 44:79

Gangur leiksins: 2:3, 4:8, 4:18, 6:24, 11:30, 12:36, 14:39, 19:42, 21:44, 23:48, 26:54, 34:56, 36:64, 42:64, 44:71, 44:79.

Breiðablik: Isabella Ósk Sigurðardóttir 16/12 fráköst, Whitney Kiera Knight 13/10 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Hafrún Erna Haraldsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/7 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 28/11 fráköst, Andrea Bjort Olafsdottir 12/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10/11 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2.

Fráköst: 37 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert