Westbrook kominn í hundrað

Russell Westbrook.
Russell Westbrook. AFP

Russell Westbrook náði sinni 100. þreföldu tvennu í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar Oklahoma vann sigur á  Atlanta, 119:107.

Westbrook skoraði 32 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar og er hann aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 100 þreföldum tvennum. Hinir þrír eru Oscar Robertsson (181), Magic Johnsen (138) og Jason Kidd (107). Carmelo Anthony skoraði 21 stig fyrir Oklakoma og Jeremi Grant 20.

LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir San Antonio Spurs sem hafði betur gegn Orlando, 108:72.

LeBron James var með sínu 14. þreföldu tvennu á leiktíðinni þegar Cleveland skellti Phoenix, 129:107. James var með 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í leiknum.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers - Denver 112:73
SA Spurs - Orlando 108:72
Atlanta - Oklahoma 107:119
Brooklyn - Toronto 102:116
New York - Dallas 97:110
Philadelphia - Indiana 98:101
Washington - Minnesota 111:116
Phoenix - Cleveland 107:129
Utah - Deotrot 11:79
Chicago - LA Clippers 106:112
New Orleans - Charlotte 119:115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert