Allt jafnt hjá Bucks og Celtics

Giannis Antetokounmpo var hetja Milwaukee í kvöld.
Giannis Antetokounmpo var hetja Milwaukee í kvöld. AFP

Lið Milwaukee Bucks jafnaði metin gegn Boston Celtics í kvöld með gríðarlegum spennusigri, 104:102, í mikilli stemningu í Bradley Center í Wisconsin vestan hafs í dag.

Giannis Antetokounmpo var hetja heimanna í kvöld er hann setti niður sigurkörfu leiksins úr sóknarfrákasti en alls var hann með 27 stig. Jaylen Brown var stigahæstur Boston-liðsins með 34 stig.

Bucks voru yfir nánast allan leikinn í dag og var 24:17 yfir eftir 1. leikhluta en setti niður 27 stig á móti aðeins 18 stigum Boston-liðsin sem kom liðinu í kjörsstöðu í hálfleik, 51:35.

Gestirnir frá Boston sóttu aftur á móti í sig veðrið og minnkuðu muninn í 75:67 fyrir fjórða leikhlutann og jafnaði liðið metin í þeim fjórða, 77:77. Heimamenn settu þá aftur í gang og höfðu forystuna allt þar til 52,4 sekúndur liðu leiks er Boston komst í 100:99 en það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 14:13 sem liðið komst yfir.

Við tóku æsispennandi lokasekúndur þar sem Antetokounmpo reyndist hetjan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert