Jeb Ivey aftur í Njarðvík

Ivey og Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Ivey og Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Bandaríski körfuboltamaðurinn Jeb Ivey mun koma til með að spila með Njarðvíkingum á komandi leiktíð en samningur til eins árs var undirritaður nú í kvöld í Ljónagryfjunni.

Ivey lék með Njarðvíkingum tímabilin 2005-2007 og varð liðið meistari fyrra tímabilið og er það síðasti meistaratitill félagsins. Ivey er 37 ára gamall bakvörður. Áður spilaði hann með Fjölni og KFÍ frá Ísafirði.

Síðan þá hefur Ivey spilað í Þýskalandi, Frakklandi og mest í Finnlandi. Síðastliðin tvö ár hefur hann spilað í finnsku deildinni, þar sem hann var á meðal stigahæstu leikmanna efstu deildar á síðustu leiktíð. 

Árið 2010 gekk Ivey óvænt til liðs við Snæfell í úrslitarimmunni gegn Keflavík eftir að Sean Burton meiddist og varð hann Íslandsmeistari í Stykkishólmi. 

Jeb Ivey í leik með Njarðvíkingum gegn Fjölni í Grafarvoginum …
Jeb Ivey í leik með Njarðvíkingum gegn Fjölni í Grafarvoginum árið 2005 fer hér fram hjá Hjalta Vilhjálmssyni, fráfarandi þjálfara Þórs á Akureyri. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert