Tryggvi fékk tækifæri í lokaumferðinni

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason fékk fínt tækifæri til að sanna sig hjá Valencia er það mætti Andorra í lokaumferð efstu deildar Spánar í körfubolta í dag. Tryggvi spilaði í 20 mínútur og skoraði á þeim sex stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Valencia endaði í 4. sæti deildarinnar með 44 stig og mætir því Gran Canaria sem hafnaði í 5. sæti í átta liða úrslitum um Spánarmeistaratitilinn. Valencia er ríkjandi meistari, en Real Madrid vann sannfærandi sigur í deildarkeppninni í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert