Brynjar á leið í Síkið?

Brynjar Þór Björnsson
Brynjar Þór Björnsson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari í körfubolta með KR, gæti verið á leið frá uppeldisfélagi sínu áður en vikan er úti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Brynjar átt í viðræðum við Tindastól, liðið sem barðist við KR um Íslands- og bikarmeistaratitlana á síðustu leiktíð.

Brynjar, sem verður þrítugur í sumar, er með lausan samning en hann hefur leikið með KR samfleytt frá árinu 2012 eftir að hann sneri aftur til félagsins frá sænska félaginu Jämtland. Hann hefur verið lykilmaður í liðinu sem orðið hefur Íslandsmeistari fimm ár í röð, og varð einnig meistari með því árin 2011, 2009 og 2007. Brynjar tryggði KR sigur gegn Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki með flautukörfu í vor, áður en KR vann svo fjórða leik liðanna á heimavelli og landaði Íslandsmeistaratitlinum enn á ný.

„Brynjar er ekki samningsbundinn og það er nokkuð sem við höfum verið að ræða. Þegar hann tekur sína ákvörðun þá tekur hann hana bara sjálfur, hver sem hún verður,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs karla og varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. „Brynjar hefur þjónað KR ákaflega vel, upp alla yngri flokka og svo í meistaraflokki, hefur unnið átta Íslandsmeistaratitla og meira til. Ef hann telur sig þurfa breytingu þá virðum við það bara. En það er ekkert komið í ljós,“ segir Böðvar.

Greinina má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert