Stefnir á að skapa sér nafn í körfuboltanum

Kári Jónsson í leik með Haukum síðasta vetur.
Kári Jónsson í leik með Haukum síðasta vetur. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta verður skemmtilegt ævintýri og spennandi verkefni í vetur,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kári Jónsson í samtali við Morgunblaðið, en hann er nýgenginn til liðs við spænska stórveldið Barcelona, þar sem hann skrifaði undir eins árs samning.

Fréttir af vistaskiptum Kára til Barcelona komu mörgum á óvart enda er það ekki á hverjum degi sem Íslendingur gengur til liðs við eitt af öflugustu félögum heims. Ljóst er að verkefnið verður ærið. Barcelona er margfaldur Spánar-og Evrópumeistari og Kári þarf að nýta þetta ár vel til þess að sýna sig og sanna.

Aðdragandinn að félagsskiptum Kára var ekki langur. Kári sagði að þetta hefði gengið fljótt fyrir sig enda væri erfitt að segja nei þegar lið eins og Barcelona bankaði á dyrnar: „Þetta gerðist mjög fljótt. Einn daginn var umboðsmaðurinn í sambandið við okkur og sagði að þeir væru að sýna áhuga. Og það leið kannski vika þangað til það kom tilboð og þá fékk maður nokkra daga til umhugsunar.“

Ítarlegt viðtal við Kára má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert