Bikarmeistararnir þykja líklegir til afreka

Búist er við því að Keflavíkurliðið verði öflugt í vetur.
Búist er við því að Keflavíkurliðið verði öflugt í vetur. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Íslandsmót kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld þegar fjórir leikir fara fram í Dominos-deildinni. Árleg spá forráðamanna liðanna var kynnt í gær eins og sjá má í Morgunblaðinu í dag. KKÍ er ekki lengur með hömlur á fjölda leikmanna sem eru með vegabréf frá þjóðum sem taka þátt í EES-samstarfinu eftir að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, ályktaði að slíkt brjóti í bága við lög um evrópska efnahagssvæðið. Áhrifanna gætir strax því nokkuð er um leikmenn frá Evrópu á leikmannalistum liðanna.

„Þar sem mikið er um nýja erlenda leikmenn í deildinni þá verður maður að viðurkenna að erfitt er að spá í spilin en ég er spennt að sjá hvernig þetta mun koma út. Íslensku leikmennirnir þurfa væntanlega að leggja enn meira á sig til að fá að spila. Liðin úti á landi eiga nú auðveldara með að manna sín lið.

Í fyrra var orðið ansi fámennt hjá bæði Snæfelli og Skallagrími að ég held. Þessar breytingar hjálpa slíkum liðum. Þessi tvö lið eru með uppalda leikmenn sem eru með þeim bestu á landinu og væri sorglegt ef þau gætu ekki teflt fram liði. Þetta hjálpar þeim að manna lið,“ segir Hildur Sigurðardóttir, aðstoðarlandsliðsþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari.

Viðtalið við Hildi má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun ásamt frekari umfjöllun um körfuboltann á Íslandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert