Martin og Haukur atkvæðamiklir í Evrópu

Martin Hermannsson lék vel í sigurleik.
Martin Hermannsson lék vel í sigurleik. Ljósmynd/FIBA

Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson spiluðu mjög vel með liðum sínum hvor í sinni Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Martin í sigurliði en Haukur í tapliði. 

Martin skoraði 16 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í 102:93-sigri Alba Berlín gegn Limoges frá Frakklandi í Evrópubikarnum. Martin og félagar eru búnir að vinna tvo leiki og tapa einum til þessa í keppninni og er liðið í 2. sæti B-riðils. 

Haukur Helgi var stigahæstur hjá Nanterre sem varð að gera sér að góðu að tapa gegn Tenerife á heimavelli, 75:58, í Meistaradeildinni. Haukur skoraði 21 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

Nanterre er búið að tapa báðum leikjum sínum í keppninni til þessa, en eitt stig fæst fyrir hvert tap og er liðið því með tvö stig í botnsæti B-riðils. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert