Houston steinlá á heimavelli

James Harden og félagar hans í Houston steinlágu í nótt.
James Harden og félagar hans í Houston steinlágu í nótt. AFP

Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfuknattleik er komið á fullt en ellefu leikir fóru fram í deildinni í nótt.

Anthony Davis átti flottan leik í liði New Orleans Pelicans sem vann góðan útisigur á Houston Rockets 131:112. Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst, Nikola Mirotic skoraði 30 og Elfrid Payton var með þrefalda tvennu, skoraði 10 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. James Harden skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst í liði Houston.

DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir San Antonio Spurs og LaMarcus Aldridge í sigri gegn Minnesota. Jeff Teague var stigahæstur í liði Minnesota með 27 stig.

Devin Booker var með 35 stig og 7 fráköst í sigri Phoenix gegn Dallas og Blake Griffin setti niður 26 stig í sigri Detroit Pistons gegn Brooklyn Nets.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Milwaukee 112:113
Detroit - Brooklyn 103:100
Indiana - Memphis 111:83
Orlando - Miami 104:101
New York - Atlanta 126:107
Toronto - Cleveland 116:104
Houston - New Orleans 112:131
SA Spurs - Minnesota 112:108
Sacramento - Utah 117:123
LA Clippers - Denver 98:107
Phoenix - Dallas 121:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert