Meistararnir ekki í vandræðum á Álftanesi

Orri Hilmarsson, númer 13, átti góðan leik fyrir KR.
Orri Hilmarsson, númer 13, átti góðan leik fyrir KR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar KR áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna Álftanes á útivelli í 1. umferð Geysisbikar karla í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 99:68, KR í vil. 

Úrslitin koma ekki á óvart, enda Álftanes í 2. deildinni og KR Íslandsmeistari síðustu fimm ára. KR náði forystu strax í upphafi leiks og hélt áfram að bæta í hana jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. 

Orri Hilmarsson var stigahæstur hjá KR með 20 stig Vilhjálmur Kári Jensson og Julian Boyd skorðu 19 stig hvor. Högni Fjalarsson var stigahæstur hjá Álftanesi með 19 stig. 

Í hinum leik dagsins vann Hamar öruggan 82:63-sigur á B-liði Vestra. Florijan Jovanov skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir Hamar og Geir Elías Úlfur Helgason skoraði 16 stig. Helgi Snær Bergsteinsson gerði 19 stig og tók 11 fráköst fyrir Vestra B. 

Vestri b - Hamar 63:70

Ísafjörður, Bikarkeppni karla, 04. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 2:6, 3:18, 6:22, 9:24, 12:32, 16:35, 21:41, 24:46, 27:54, 35:56, 42:63, 47:63, 49:68, 51:73, 61:79, 63:82.

Vestri b: Helgi Snær Bergsteinsson 19/11 fráköst/5 stoðsendingar, Baldur Ingi Jónasson 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Birgir Örn Birgisson 6/5 fráköst, Aleksandar Tasev 5/4 fráköst, Sturla Stigsson 5, Ingólfur Ívar Hallgrímsson 3, Stígur Berg Sophusson 3/9 fráköst, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 3, Stefán Þór Hafsteinsson 2/4 fráköst, Rúnar Ingi Guðmundsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 17 í sókn.

Hamar: Florijan Jovanov 23/12 fráköst/5 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 16/5 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 11, Arnar Daðason 7/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Daníel Sigmar Kristjánsson 6/8 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 9

Álftanes - KR 68:101

Álftanes, Bikarkeppni karla, 04. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 3:4, 6:10, 9:20, 11:29, 14:32, 23:43, 30:43, 30:53, 33:60, 40:66, 45:78, 49:86, 52:88, 58:91, 63:95, 68:101.

Álftanes: Högni Fjalarsson 19/5 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 10/8 fráköst/6 varin skot, Hugi Hólm Guðbjörnsson 7/6 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 7, Egill Birgisson 6, Kjartan Atli Kjartansson 6, Garðar Sveinbjörnsson 5, Unnsteinn Rúnar Kárason 3, Arnar Hólm Kristjánsson 3, Grímkell Orri Sigurþórsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

KR: Orri Hilmarsson 20, Vilhjálmur Kári Jensson 19/5 fráköst, Julian Boyd 19/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 10, Dino Stipcic 10/14 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 10/11 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 6, Alfonso Birgir Söruson Gomez 4, Benedikt Lárusson 3.

Fráköst: 34 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 70

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert