Hnefar látnir tala í stúkunni

Ægir Þór Steinarsson og Matthías Orri Sigurðarson kljást innan vallar …
Ægir Þór Steinarsson og Matthías Orri Sigurðarson kljást innan vallar en þar hefur allt farið nokkuð friðsamlega fram. mbl.is/Eggert

Upp úr sauð á milli stuðningsmanna ÍR og Stjörnunnar í Laugardalshöll þar sem liðin leika undanúrslitaleik í Geysisbikar karla í körfubolta.

Vefmiðillinn karfan.is greinir frá því að ekki hafi mikið verið liðið af leiknum þegar allt hafi farið í háaloft á milli stuðningsmannakjarna liðanna; Ghetto Hooligans og Silfurskeiðarinnar. Hnefar voru svo látnir tala þegar aðeins um tvær mínútur voru liðnar af leiknum en miðillinn birtir meðal annars mynd af hnefahöggi sem stuðningsmaður Stjörnunnar veitir öðrum úr hópi ÍR-inga. Þar segir einnig að stuðningsmenn hafi róast í kjölfarið á þessu og einbeitt sér að því að hvetja sín lið.

Grunnt hefur verið á því góða á milli stuðningssveita liðanna eftir rimmur í úrslitakeppni Íslandsmótsins síðustu ár. Beina textalýsingu frá leik liðanna má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert