„Frábært andrúmsloft“

Antti Kanervo fagnaði bikarmeistaratitlinum vel í Laugardalshöll.
Antti Kanervo fagnaði bikarmeistaratitlinum vel í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert

„Andrúmsloftið var frábært og skemmtilegt að hafa bikarúrslitaleiki karla, kvenna og yngri flokka á sama stað í sömu vikunni. Stuðningsmennirnir eru gersamlega magnaðir,“ sagði Finninn Antti Kanervo í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa orðið bikarmeistari í körfuknattleik með Stjörnunni á sínu fyrsta keppnistímabili á Íslandi.

Kanervo hafði áður leikið í Laugardalshöllinni og var það fyrir ári. Þurfti hann þá að sætta sig við tap með finnska landsliðinu gegn því íslenska í undankeppni HM. „Nú á ég betri minningar úr þessari höll heldur en einungis tapið í fyrra.“

Spurður um hvort hann hafi komið til Íslands með væntingar um að berjast um titla segir Kanervo að hann hafi vitað hvað býr í þeim Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni. Hann hafði mætt þeim í landsleik og mundi eftir þeim sem leikmönnum. 

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um nýkrýnda bikarmeistara karla og kvenna í körfubolta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert