Stefnan tekin á EM 2023

Benedikt Guðmundsson og Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, handsöluðu samninginn …
Benedikt Guðmundsson og Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, handsöluðu samninginn í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. mbl.is/​Hari

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssamband Íslands, segir að með ráðningu Benedikts Guðmundssonar í gær í starf landsliðsþjálfara kvenna í körfuknattleik sé stigið eitt skref í átt að markmiði sambandsins að kvennalandsliðið taki þátt í lokakeppni Evrópumótsins árið 2023.

Ríkur metnaður sé fyrir hendi innan sambandsins til að ná þessu markmiði en ljóst sé að til að ná því verði allir að leggjast á árar, leikmenn, þjálfari, sambandið og samstarfsaðilar.

„Samningur okkar við Benedikt er til fjögurra ára. Við sjáum að það er mikill efniviður fyrir hendi sem er að koma upp eða er kominn upp í meistaraflokk, fleiri leikmenn reyna fyrir sér utan landsteinanna auk þeirra reynslukvenna sem þegar eru fyrir hendi. Með skipulagningu og mikill vinnu allra sem að landsliðinu koma, leikmanna, þjálfara auk okkar hjá KKÍ þá ætlum við okkur með landsliðið á Evrópumótið árið 2023,“ segir Hannes í Morgunblaðinu í dag.

Sjá samtal við Hannes í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert