Valur deildarmeistari í fyrsta sinn

Valskonur fagna deildarmeistaratitlinum í dag.
Valskonur fagna deildarmeistaratitlinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur er deildarmeistari í körfuknattleik kvenna eftir 90:68-útisigur á Stjörnunni í næst síðustu umferð Dominos-deildarinnar. Þá er Breiðablik endanlega fallið niður í fyrstu deild eftir 81:69 tap í Keflavík.

Valsarar eru tveimur stigum fyrir ofan Keflavík fyrir lokaumferðina og hafa betur innbyrðis í viðureignum liðanna en þetta var 17 sigurleikur Valsara í röð. Valur hafði yfirhöndina frá upphafi til enda í Garðabænum í dag, gestirnir unnu fyrsta leikhluta 26:11 og litu ekki um öxl. Staðan var 48:32 í hálfleik og unnu Valsarar alla leikhlutana. Heather Butler var stigahæst með 28 stig auk þess sem hún tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir var næst stigahæsti í liði Vals með 17 stig en Helena Sverrisdóttir skoraði 14.

Þá var Danielle Rodriguez atkvæðamest í liði Stjörnunnar, hún skoraði 21 stig og tók tíu fráköst ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar en heimakonur voru engu að síður aldrei nálægt því að hefna fyrir tapið gegn Vali í úrslitaleik bikarsins í síðasta mánuði.

Breiðablik þurfti á sigri að halda í Keflavík til að eiga áfram möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en allt kom fyrir ekki. Keflvíkingar höfðu yfirhöndina frá fyrsta leikhluta og unnu sannfærandi sigur. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst með 15 stig en Sara Rún Hinriksdóttir var næst, með 14 stig fyrir heimakonur. Hjá Blikum voru þær Sóllilja Bjarnadóttir og Ivory Crawford báðar með 13 stig.

Úrslitin
Snæfell - Haukar 76:74
Keflavík - Breiðablik 81:69
Skallagrímur - KR 66:85
Stjarnan - Valur 68:90

Snæfell - Haukar 76:74

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 23. mars 2019.

Gangur leiksins:: 7:8, 13:12, 18:17, 18:22, 24:27, 26:32, 27:36, 34:36, 34:41, 39:50, 46:55, 51:55, 60:59, 64:65, 67:65, 76:74.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 27/5 fráköst, Angelika Kowalska 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 15/5 fráköst, Katarina Matijevic 9/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Rósa Björk Pétursdóttir 19/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Lilja Sigurðardóttir 12, Klaziena Guijt 5, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 3.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Keflavík - Breiðablik 81:69

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 23. mars 2019.

Gangur leiksins:: 7:6, 15:6, 23:11, 25:17, 29:21, 38:29, 44:35, 51:39, 53:39, 59:41, 59:42, 66:45, 68:49, 73:54, 75:63, 81:69.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 14/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 11, Brittanny Dinkins 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/8 fráköst, María Jónsdóttir 6/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 13, Ivory Crawford 13/14 fráköst, Sanja Orazovic 9/3 varin skot, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 8/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Maria Florencia Palacios 4, Hafrún Erna Haraldsdóttir 4.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frimannsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 110

Skallagrímur - KR 66:85

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 23. mars 2019.

Gangur leiksins:: 6:2, 11:7, 17:9, 22:17, 33:22, 36:26, 39:33, 41:39, 43:44, 45:48, 51:57, 55:61, 57:66, 59:71, 64:78, 66:85.

Skallagrímur: Shequila Joseph 24/20 fráköst/8 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/8 fráköst, Ines Kerin 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Maja Michalska 10, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

KR: Kiana Johnson 38/11 fráköst/12 stoðsendingar, Orla O'Reilly 19/10 fráköst, Vilma Kesanen 10/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 6, Ástrós Lena Ægisdóttir 5/3 varin skot, Unnur Tara Jónsdóttir 5/4 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 73

Stjarnan - Valur 68:90

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild kvenna, 23. mars 2019.

Gangur leiksins:: 2:5, 3:12, 5:18, 11:26, 11:29, 17:35, 25:42, 32:48, 35:54, 39:64, 49:71, 56:75, 58:78, 60:84, 63:90, 68:90.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/10 fráköst, Veronika Dzhikova 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Heather Butler 28/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 17, Helena Sverrisdóttir 14/10 fráköst/6 stoðsendingar, Simona Podesvova 13/15 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3.

Fráköst: 34 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 89

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert