Haukur í bullandi toppbaráttu

Menn fara ekki svo auðveldlega framhjá Hauki sem er afbragðs …
Menn fara ekki svo auðveldlega framhjá Hauki sem er afbragðs varnarmaður. FIBA

Velgengni Nanterre í franska körfuboltanum heldur áfram en liðið hefur nú fikrað sig upp í annað sætið í úrvalsdeildinni. Í kvöld höfðu Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans betur gegn hans gamla félagi Cholet 89:70. 

Haukur skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á tuttugu mínútum fyrir Nanterre sem unnið hefur fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. 

Nanterre er með 40 stig en Asvel er í efsta sæti með 42 stig. Mónakó og Pau-Orthez eru með 38 stig. 

Frank Aron Booker skoraði 8 stig og tók 1 frákast fyrir Evreux sem tapaði á heimavelli fyrir Olreans 76:86 í b-deildinni frönsku. Frank Aron er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku eftir ágætan feril í NCAA, bandaríska háskólakörfuboltanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert