Toronto í úrslit í fyrsta sinn

Leikmenn Toronto fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Leikmenn Toronto fögnuðu vel og innilega í leikslok. AFP

Toronto Raptors er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 100:94-sigur á Milwaukee Bucks í nótt. Toronto vann þar með einvígið um Austur-deildina samanlagt 4:2.

Það voru gestirnir sem hófu leikinn af krafti og virtust ætla að knýja fram oddaleik en heimamenn í Toronto sneru taflinu við með frábærum leik í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Kawhi Leonard var frábær í liði Toronto, skoraði 27 stig, tók 17 fráköst og gaf sjö stoðsendingar en næstur var Pascal Siakam með 18 stig.

Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors leika einnig til úrslita, fimmta árið í röð, en fyrsti leikurinn í einvíginu fer fram þann 30. maí. Þar verða meistararnir án stórstjörnunnar Kevins Durants en hann er frá vegna meiðsla og nær ekki fyrstu leikjunum.

Deildarmeistarabikarinn fer hér á loft í Scotiabank Arena í nótt.
Deildarmeistarabikarinn fer hér á loft í Scotiabank Arena í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert