Gríska undrið valinn bestur

Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig að meðaltali í deildinni í …
Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig að meðaltali í deildinni í vetur. AFP

Giannis Antetokounmpo eða „Gríska undrið“ var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik á lokahófi deildarinnar í nótt. Giannis átti frábært tímabil með Milwaukee Bucks og skoraði 28 stig að meðtali í leik í vetur, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðendingar.

Milwaukee var með bestan árangur allra liða að deildarkeppninni lokinni en liðið féll úr leik í úrslitakeppninni í úrslitum Austurdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir NBA-meisturum Toronto Raptors.

Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var valinn besti varnarmaður deildarinnar og Slóveninn Luka Doncic var valinn besti nýliðinn en hann leikur með Dallas Mavericks. Mike Budenholz, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn besti þjálfarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert