Ísland valtaði yfir Ungverjaland

Íslenska liðið fagnar.
Íslenska liðið fagnar. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann afar sannfærandi 78:41-sigur á Ungverjalandi í fjórða leik sínum í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í dag. 

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 12:11 eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið vann annan leikhluta 21:9 og hélt áfram að bæta í forskotið allan seinni hálfleikinn. 

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 25 stig, Hilmar Pétursson skoraði 16 og Bjarni Jónsson gerði 13 stig. 

Íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur í riðlakeppninni, en næst taka við leikir um sæti á mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert