Ísland upplifði sína verstu mögulegu martröð í Sviss

Leikmenn íslenska liðsins voru að vonum svekktir eftir tapið í …
Leikmenn íslenska liðsins voru að vonum svekktir eftir tapið í Sviss í gær. Ljósmynd/Fiba

Draumastaða. Formsatriði. Dauðafæri. Þetta voru meðal þeirra lýsinga sem notaðar voru til þess að útskýra stöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir leik liðsins gegn Sviss í forkeppni EM í Montreux í gærkvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun án þess að það kæmi í veg fyrir sigur liðsins í riðlinum, eins undarlega og það hljómar. Það var því næg innistæða og vel það fyrir þeim jákvæðu orðum sem hafðar voru uppi um stöðuna fyrir leikinn.

En martröðin varð að veruleika. Eina spurningarmerkið sem talað var um var hvernig andleg hlið leikmanna myndi höndla þessa skrítnu stöðu. Þegar á hólminn kom var það einmitt hún sem brást í leik sem tapaðist með 24 stiga mun, 109:85, og því er ljóst að Ísland á enga möguleika að komast í þriðju lokakeppni EM í röð. Þó að leiðin þangað hefði enn verið löng og ströng er ömurlegt að framhaldið hjá landsliðinu næstu tvö árin eða svo sé ákveðið á þennan hátt.

Ísland byrjaði leikinn vel en Svisslendingar gengu fljótt á lagið og brutu íslensku leikmennina hægt og rólega niður. Það sést einna best á því að Sviss tók 17 sóknarfráköst í leiknum gegn aðeins fimm frá Íslandi. Varnarleikurinn var því mjög dapur og það eina sem hélt leiknum jöfnum í raun var það að Sviss var með rúmlega 50% vítanýtingu en Ísland með tæplega 90% nýtingu. Án þess hefði þetta ekki einu sinni orðið spennandi.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert