Spilar með KR og þjálfar hjá Stjörnunni

Það verður nóg að gera hjá Danielle Rodriguez í vetur.
Það verður nóg að gera hjá Danielle Rodriguez í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Það verður nóg að gera hjá bandarísku körfuboltakonunni Danielle Rodriguez í vetur. Hún samdi á dögunum við KR, en hún kom fyrst hingað til lands árið 2016 og spilaði þrjú tímabil með Stjörnunni. 

Rodriguez er aðstoðarþjálfari U20 ára landsliðs kvenna og verður hún áfram í þjálfarateymi Stjörnunnar, þrátt fyrir að vera leikmaður KR. Hún mun aðstoða Margréti Sturlaugsdóttur, sem ráðin var þjálfari Stjörnunnar í gær. 

Stjarnan dró lið sitt úr keppni í úrvalsdeildinni og hafði hug í að leika í 1. deild, en nú hefur Stjarnan einnig hætt við þátttöku í 1. deildinni. Félagið verður því ekki með lið í meistaraflokki í kvennaflokki í vetur. 

Er Rodriguez og Margréti ætlað að hjálpa til við uppbyggingu innan félagsins og gera uppaldar körfuboltakonur tilbúnar í slaginn í meistaraflokki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert