Grindvíkingar fá liðsauka

Grindvíkingar hafa leikið án erlends leikmanns það sem af er …
Grindvíkingar hafa leikið án erlends leikmanns það sem af er tímabilinu. mbl.is/Hari

Grindavík hefur bætt við sig litháískum körfuknattleiksmanni fyrir baráttuna í úrvalsdeild karla í vetur.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur en nígerískur leikmaður liðsins, Jamal Olasewere, hefur ekkert getað leikið með liðinu enn sem komið er vegna meiðsla. Fram kemur að hann sé byrjaður að æfa og sé vonandi að komast í gang.

Nýi leikmaðurinn heitir Valdas Vasylius, er 2,03 metrar á hæð og Grindvíkingar vonast eftir því að hann hjálpi þeim í baráttunni undir körfunni. Vasylius er framherji og lék síðast með Nevezis í heimalandi sínu en er nýbúinn að losna undan samningi þar. Hann hefur mest leikið með liðum í Litháen en einnig með Samara í Rússlandi og Dnipro í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert