Sigurður aftur í raðir ÍR-inga

Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur með ÍR í vetur.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur með ÍR í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur gengið frá samningi við Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Sigurður þekkir vel til ÍR, þar sem hann lék með liðinu á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í að ÍR komst alla leið í lokaúrslitin.

Sigurður gerði samning við franska félagið Orchies fyrir leiktíðina, en fékk samningnum rift á dögunum. Sigurður ætlaði sér að finna sér annað erlent félag í kjölfarið, en það tókst ekki og heldur hann því heim á leið. 

Sig­urður á 54 lands­leiki að baki og hef­ur hann leikið með Solna í Svíþjóð og grísku liðunum Doxas og AEL, auk Kefla­vík­ur og KFÍ. Hann varð Íslands­meist­ari með Grinda­vík árin 2012 og 2013 og bik­ar­meist­ari árið 2014.

ÍR hefur unnið einn leik og tapað tveimur í fyrstu þremur umferðum Dominos-deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert