Harden og Houston óstöðvandi

Ekkert fær James Harden stöðvað um þessar mundir.
Ekkert fær James Harden stöðvað um þessar mundir. AFP

Houston Rockets vann sinn sjöunda sigur í röð í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt er liðið vann Minnesota Timberwolves á útivelli, 125:105. James Harden hélt ótrúlegu stigaskori sínu að undanförnu áfram og skoraði 49 stig. 

Houston hefur unnið tíu leiki og aðeins tapað þremur og er liðið í öðru sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Los Angeles Lakers. 

Los Angeles Clippers var í miklu stuði og valtaði yfir Atlanta Hawks á heimavelli, 150:101. Paul George skoraði 37 stig fyrir Clippers. 

Þá vann Miami Heat sinn þriðja sigur í röð og fór upp í annað sæti Austurdeildarinnar í leiðinni. Miami vann 109:94-sigur á New Orleans Pelicans og fór upp fyrir Toronto Raptors. Meistararnir töpuðu á útivelli gegn Dallas Mavericks þar sem Luka Doncic skoraði 26 stig. 

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum: 

Chicago Bulls - Brooklyn Nets 111:117
Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 83:102
New York Knicks - Charlotte Hornets 102:103
Miami Heat - New Orleans Pelicans 109:94
Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 105:125
Dallas Mavericks - Toronto Raptors 110:102
San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 116:121
Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 150:101

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert