33 stig hjá Doncic í fyrri hálfleik

Luka Doncic.
Luka Doncic. AFP

Slóveninn Luka Doncic hefur tekið NBA-deildina með trompi eftir að hann gekk í raðir Dallas Mavericks frá Real Madrid í fyrra og er orðinn illviðráðanlegur. Doncic skoraði 35 stig í nótt í risasigri á Golden State Warriors og 33 stig komu í fyrri hálfleik.

Doncic skoraði meira en allt lið Golden State í fyrsta leikhluta en þá var staðan 44:16. Hefur hann náð þrefaldri tvennu tvo leiki í röð. Golden State er án Stephens Curry, Draymonds Green og Klay Thompsons og fátt um fína drætti hjá liðinu á meðan.

Annar leikmaður sem mætti Íslendingum á EM í Helsinki 2017 var atkvæðamikill í nótt. Finninn Lauri Markkanen skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem vann Detroit Pistons 109:89 en hann er á öðru ári í deildinni eins og Doncic.

Úrslit: 

Philadelphia - New York Knicks 109:104

Washington - San Antonio 138:132

Atlanta - Milwaukee 127:135

Brooklyn - Charlotte 101:91

Miami - Cleveland 124:100

Toronto - Orlando 113:97

Dallas - Golden State 142:94

Chicago - Detroit 109:89

Minnesota - Utah 95:103

Denver - Houston 105:95

LA Clippers - Boston 107:104

Luka Doncic í leiknum á móti Íslandi á EM Í …
Luka Doncic í leiknum á móti Íslandi á EM Í Helsinki. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert