Sindramenn í átta liða úrslit

Sindri er kominn áfram í átta liða úrslit.
Sindri er kominn áfram í átta liða úrslit. Ljósmynd/Karfan.is

Sindri úr 1. deild er kominn áfram í átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta eftir 124:74-sigur á Ármanni, botnliði 2. deildarinnar á heimavelli í kvöld. 

Sindri var með 41:22-forskot eftir fyrsta leikhlutann og hélt áfram að bæta í það sem eftir lifði leiks og var sigurinn afar sannfærandi, eins og lokatölurnar gefa til kynna. 

Tómas Orri Hjálmarsson skoraði 25 stig fyrir Sindra, Andrée Fares Michelsson gerði 23 og Ignas Dauksys skoraði 20. Arnþór Fjalarsson skoraði 30 fyrir Ármann og Þórarinn Gunnar Óskarsson skoraði 18 og tók 10 fráköst.

Síðustu tveir leikir sextán liða úrslitanna fara fram á sunnudag. Annars vegar mætast Vestri og Fjölnir og hins vegar grannarnir í Njarðvík og Keflavík.

Stjarnan, Tindastóll, Valur, Þór Akureyri og Grindavík höfðu þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. 

Sindri - Ármann 124:74

Ice Lagoon-höllin, bikarkeppni karla, 6. desember 2019.

Gangur leiksins:: 10:7, 23:11, 33:16, 41:22, 53:27, 56:31, 65:37, 72:44, 76:50, 85:50, 89:54, 102:58, 104:59, 106:61, 112:66, 124:74.

Sindri: Tómas Orri Hjálmarsson 25, Andrée Fares Michelsson 23, Ignas Dauksys 20/5 fráköst/6 stolnir, Ivan Kekic 16/4 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Gísli Þórarinn Hallsson 16/8 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Árni Birgir Þorvarðarson 12/8 fráköst, Stefan Knezevic 7/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Guðni Hallsson 3/8 stoðsendingar, Friðrik Hrafn Jóhannsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 12 í sókn.

Ármann: Arnþór Fjalarsson 30/17 fráköst, Þórarinn Gunnar Óskarsson 18/10 fráköst, Lazar Dragojlovic 14, Jón Þórir Sigurðarson 9/4 fráköst, Hafþór Snorrason 2, Böðvar Ingi Eiðsson 1.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigurður Jónsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert