Enn ein þrennan í nótt

Russell Westbrook átti frábæran leik fyrir Houston Rockets í nótt.
Russell Westbrook átti frábæran leik fyrir Houston Rockets í nótt. AFP

Russell Westbrook fór mikinn fyrir Houston Rockets þegar liðið vann sex stiga sigur gegn Phoenix Suns á heimavelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Leiknum lauk með 115:109-sigri Rockets en Westbrook gerði sér lítið fyrir og var með þrefalda tvennu í leiknum.

Hann skoraði 24 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Westbrook á metið yfir flestar þrefaldar tvennur á einu tímabili í NBA eða 42 talsins en hann gekk til liðs við Houston frá Oklahoma City Thunder síðasta sumar.

Þá átti James Harden einnig góðan leik fyrir Rockets en hann var stigahæstur á vellinum með 34 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Houston er í fimmta sæti Vesturdeildarinnar með 15 sigra og sjö töp.

Úrslit næturinnar í NBA:

Dallas Mavericks 130:84 New Orleans Pelicans
New York Knicks 103:104 Indiana Pacers
Phladelphia 76ers 141:94 Cleveland Cavaliers
Houston Rockets 115:109 Phoenix Suns
Utah Jazz 126:112 Memphis Grizzlies

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert