Frestað til morguns vegna ófærðar

Hancel Atencia og samherjar í liði Þórs á Akureyri komast …
Hancel Atencia og samherjar í liði Þórs á Akureyri komast ekki yfir Öxnadalsheiðina í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tindastóll og Þór frá Akureyri áttu að mætast í Norðurlandsslag í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna veðurs.

Í tilkynningu frá KKÍ segir að frestað sé vegna ófærðar á Öxnadalsheiði, í samráði við sérfræðinga Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar, og við bæði félögin. Vegurinn yfir heiðina sé lokaður nú þegar og vonskuveður þar.

Leikurinn fer í staðinn fram annað kvöld, þriðjudagskvöld. Það hefur ekki áhrif á dráttinn til undanúrslitanna í bikarkeppni karla og kvenna en dregið verður í hádeginu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert