Styrktu stöðu sína á toppnum

Giannis Antetokounmpo og liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks eru með …
Giannis Antetokounmpo og liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks eru með gott forskot á toppi Austurdeildarinnar. AFP

Giannis Antekounmpo átti enn einn stórleikinn fyrir Milwaukee Bucks í nótt en hann skoraði 33 stig og tók sextán fráköst þegar liðið vann tuttugu stiga sigur gegn Detroit Pistons í Detroit í nótt. Leiknum lauk með 126:106-sigri Milwaukee Bucks sem er með öruggt forskot á toppi Austurdeildarinnar með 47 sigra, sjö sigrum meira en meistararnir í Toronto Raptors sem eru í öðru sætinu.

Þá fóru James Harden og Russel Westbrook mikinn fyrir Houston Rockets þegar liðið heimsótti Golden State Warriors. Leiknum lauk með 135:105-sigri Houston Rockets en Harden var stigahæstur í liði Houston með 29 stig og tíu stoðsendingar. Westbrook skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar en Houston er í fimmta sæti Vesturdeildarinnar með 35 sigra, sex sigrum minna en topplið Los Angeles Lakers.

Úrslit næturinnar í NBA:

Detroit Pistons 106:126 Milwaukee Bucks
Atlanta Hawks 129:124 Miami Heat 
Philadelphia 76ers 112:104 Brooklyn Nets
Chicago Bulls 93:103 Charlotte Hornets
Sacramento Kings 129:125 Memphis Grizzlies
Golden State Warriors 105:135 Houston Rockets

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert