Breytist vonandi með tíð og tíma

Tryggvi Snær Hlinason er eini atvinnumaðurinn í íslenska hópnum.
Tryggvi Snær Hlinason er eini atvinnumaðurinn í íslenska hópnum. Ljósmynd/FIBA

„Þegar allt kemur til alls þá held ég að við getum bara vel við unað eftir þessi úrslit, þrátt fyrir tap,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik og núverandi þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður út í fyrsta leik Íslands gegn Kósóvó í forkeppni heimsmeistaramótsins í Pristína í Kósóvó á fimmtudaginn.

Íslenska liðið tapaði leiknum með tveggja stiga mun, 80:78, en Ísland leikur í B-riðli forkeppninnar ásamt Kósóvó, Lúxemborg og Slóvakíu sem íslenska liðið mætir einmitt í öðrum leik sínum í forkeppninni í Laugardalshöll á morgun.

„Það er alltaf erfitt að fara á þessar slóðir og þó svo að Kósóvó sé með tiltölulega nýtt landslið þá eru þarna leikmenn sem hafa spilað hér og þar áður. Maður var þess vegna hæfilega bjartsýnn fyrir þennan leik og það bætti auðvitað ekki úr skák að margir af okkar bestu leikmönnum í gegnum árin voru ekki með. Það var hins vegar mjög jákvætt að sjá aðra leikmenn stíga upp og taka við keflinu. Með smáheppni hefðum við klárlega getað unnið leikinn en tveggja stiga tap á erfiðum útivelli ætti að gefa okkur ágætis trú upp á framhaldið að gera í þessum riðli.“

Tryggvi Snær Hlinason var eini atvinnumaðurinn sem lék með landsliðinu í Kósóvó en annars var íslenska liðið skipað leikmönnum sem spila allir á Íslandi.

Sjá viðtalið um leikina við Kósóvó og Slóvakíu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert