Í Breiðholtinu næstu þrjú árin

Borche Ilievski
Borche Ilievski mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borche Ilievski skrifaði í dag undir nýjan samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun hann þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu til ársins 2023. Borche hefur stýrt ÍR frá 2015 og náð eftirtektarverðum árangri með liðinu. 

Liðið hefur komist í úrslitakeppnina síðustu fjögur ár og fór það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, en tapaði að lokum fyrir KR í oddaleik. 

ÍR var í sjöunda sæti Dominos-deildarinnar og búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þegar tímabilinu var aflýst fyrr í þessum mánuði. Borche kom fyrst til Íslands árið 2006 og hefur hann þjálfað KFÍ, Tindastól og Breiðablik ásamt ÍR hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert