ESPN flýtir sýningu þáttanna um Bulls

Michael Jordan og Phil Jackson.
Michael Jordan og Phil Jackson. AFP

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan ESPN hefur tilkynnt að sjónvarpsþáttunum um lið Chicago Bulls verði flýtt en margir íþróttaunnendur hafa beðið spenntir eftir þeim. Fara þeir í loftið 19. júní en til stóð að frumsýna í júní. 

Um er að ræða eitt keppnistímabil 1997-1998 sem var síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Liðið var ógnarsterkt með Scottie Pippen, Dennis Rodman, Tony Kukoc og fleiri innan sinna raða. Auk þess sem Phil Jackson stýrði liðinu sem ellefu sinnum hefur orðið NBA-meistari sem þjálfari. Liðið varð meistari 1998 þriðja árið í röð og í sjötta skipti á tíunda áratugnum. 

ESPN ákvað að gera tíu heimildaþætti um Chicago Bulls liðið á umræddu keppnistímabili eftir að hafa fest hönd á umfangsmiklu myndefni frá þessum tíma. Ber þáttaröðin heitið: The Last Dance.

ESPN hefur á síðustu árum slegið í gegn með vönduðum heimildamyndum um íþróttir í þáttaröðunum 30 for 30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert