Lærdómsrík dvöl á Spáni

Hilmar Smári Henningsson sló í gegn með Haukum í fyrra …
Hilmar Smári Henningsson sló í gegn með Haukum í fyrra og er hér í leik gegn Njarðvík. mbl.is/Árni Sæberg

Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Valencia í körfuknattleik, segir fyrsta vetur sinn á Spáni hafa verið lærdómsríkan en erfiðan vegna meiðsla. 

Hilmar er í viðtali við netmiðilinn Karfan.is og greinir þar frá því að hann hafi glímt við meiðsli stærstan hluta vetrarins. 

„Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann hjá mér þegar ég hugsa um þetta fyrsta ár mitt hjá Valencia er „lærdómsríkt“. Ég var í raun að berjast við alls konar meiðsli á tímabilinu og missti af slatta af leikjum. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum áður þannig þetta var gríðarlega krefjandi og mjög mikil áskorun fyrir mig,“ segir Hilmar meðal annars en hann verður áfram hjá Valencia næsta vetur. 

Hann gerði tveggja ára samning sem endurskoðaður er eftir næsta tímabil. Hilmar er enn í U20 ára landsliðinu og því erfitt fyrir hann að komast að hjá aðalliði Valencia sem er eitt sterkasta liðið á Spáni en hann er hins vegar ánægður með hversu mikil tækifæri hann hefur til að bæta sig hjá félaginu. Hann leikur með varaliði þess í EBA-deildinni sem er fjórða efsta deildin á Spáni.

Viðtalið við Hilmar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert