Minnt á síðustu vikur hvað sé mikilvægast í lífinu

Gunnhildur Gunnarsdóttir ákvað að leggja skóna á hilluna í gær …
Gunnhildur Gunnarsdóttir ákvað að leggja skóna á hilluna í gær eftir farsælan fimmtán ára feril. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef aðeins leitt hugann að því, undanfarin ár, að láta staðar numið og kalla þetta gott. Ég finn það núna að á meðan ég er ekki tilbúin að eyða öllum þeim tíma sem ég þarf í körfuboltann þá er kannski kominn tími til þess að hætta þessu og það varð að lokum niðurstaðan,“ sagði körfuknattleikskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær.

Gunnhildur, sem verður þrítug í ágúst, ákvað að leggja skóna á hilluna í gær eftir afar farsælan fimmtán ára feril með Snæfelli, Haukum og íslenska landsliðinu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari með Snæfelli, 2015 og 2016, og tvívegis bikarmeistari, einu sinni með Snæfelli, 2016, og einu sinni með Haukum, 2014. Gunnhildur á að baki 36 A-landsleiki og þá var hún valin körfuknattleikskona ársins 2016.

„Sonur minn er orðinn tveggja og hálfs árs og ég sneri í raun aftur á völlinn eftir barnsburð í ársbyrjun 2018. Mér fannst í raun bara komið að ákveðnum tímapunkti hjá mér að fara eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Maður hefur verið minntur á það síðastliðnar vikur hvað er mikilvægast í þessu lífi. Í fimmtán ár hefur maður skipulagt tímann sinn út frá körfuboltanum og verður það ágætis tilbreyting að geta skiplagt sinn eigin frítíma sjálfur í fyrsta sinn í langan tíma.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert