Þjálfar liðið áfram eftir dramatíkina

Mate Dalmay, þjálfari Hamars.
Mate Dalmay, þjálfari Hamars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Máté Dalmay mun áfram þjálfa körfuknattleikslið Hamars en hann hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Næsta tímabil verður hans þriðja með liðið en Hamar leikur í fyrstu deildinni.

Máté var í tilfinningaríku viðtali við mbl.is fyrir nokkrum vikum eftir að tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórn KKÍ ákvað að Hött­ur færi upp í efstu deild á kostnað Fjöln­is sem fell­ur. Ham­ar var tveim­ur stig­um frá Hetti í deild­inni og hefði farið upp í topp­sætið með sigri á Hetti þar sem liðin áttu eft­ir að mæt­ast inn­byrðis. Hamar gaf skömmu síðar út yfirlýsingu og fordæmdi ákvörðun KKÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert