Úr blómabænum til Tennessee

Björn Ásgeir Ásgeirsson í leik með Vestra gegn KR.
Björn Ásgeir Ásgeirsson í leik með Vestra gegn KR. mbl.is/Hanna

Hvergerðingurinn Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur ákveðið að halda til náms í Bandaríkjunum næsta vetur og mun leika með liði Union University í Tennessee. 

Netmiðillinn Karfan.is greinir frá þessu.

Björn sem er bakvörður var í stóru hlutverki hjá Hamri í toppbaráttunni í næstefstu deild síðasta vetur og skoraði rúm 8 stig að meðaltali. 

Björn er 19 ára gamall og hefur einnig leikið með Vestra og Selfossi en er uppalinn hjá Hamri. 

Lið Union University leikur í 2. deild í NCAA, bandaríska háskólakörfuboltanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert