Fjölnismenn semja við Bandaríkjamann

CJ Carr lék með Iowa Wolves.
CJ Carr lék með Iowa Wolves. Ljósmynd/Iowa Wolves

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá samningi við bandaríska bakvörðinn CJ Carr og kemur hann til með að leika með liðinu á næstu leiktíð. Fjölnir leikur í 1. deild næsta vetur eftir fall úr deild þeirra bestu á síðustu leiktíð. 

Carr kemur til Fjölnir frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur spilað með Iowa Wolves, sem er varalið Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni. Þá hefur Carr sömuleiðis leikið í þýsku neðri deildunum með góðum árangri. 

Carr er 173 sentímetrar og fæddur á gamlársdag árið 1995. Lék hann með Missouri Southern-háskólanum áður en hann varð atvinnumaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert