Silver með leikmennina í sínu liði

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks mæta til leiks …
Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks mæta til leiks á toppi NBA-deildarinnar 31. júlí með 53 sigurleiki í 65 leikjum í vetur. AFP

NBA-deildin í körfuknattleik tilkynnti í gær að keppni myndi hefjast á nýju 31. júlí næstkomandi eftir að eigendur liðanna samþykktu tillögur framkvæmdastjórnar deildarinnar.

Samkomulag þarf frá stéttarfélagi leikmanna, en það mun sjálfsagt koma í dag ef marka má fréttir. Markmiðið er síðan að geta klárað úrslitakeppnina eigi síðar en 12. október og að næsta keppnistímabil hefjist 1. desember – þótt það gæti orðið erfitt.

Keppnistímabilið var stöðvað af Adam Silver, forseta NBA, eftir að Frakkinn Rudy Gobert greindist með kórónuveiruna 13. mars.

Hér í landi hefur verið töluverð umræða undanfarnar vikur – rétt eins og í flestum öðrum löndum – hvað gera ætti varðandi endurkomu íþróttakeppni í kórónuveirufaraldinum. Frá bæjardyrum margra íþróttaeðjóta í þessari umræðu, sem og frá sjónarhóli margra eigenda atvinnuliða, er aldrei of snemmt að hefja keppni aftur. Málið horfir að sjálfsögðu öðruvísi við frá sjónarhóli flestra leikmanna og annarra þjóðfélagsþegna sem hafa áhyggjur af útbreiðslu veirunnar.

Sjá umfjöllun um NBA-deildina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert