Samningur á borðinu fyrir Martin

Martin Hermannsson er eftirsóttur í Evrópu.
Martin Hermannsson er eftirsóttur í Evrópu. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er eftirsóttur af stórliðum um Evrópu eftir stórglæsilegt tímabil með Alba Berlín. Þá hefur þýska félagið boðið honum nýjan samning. 

Var Martin einn allra besti leikmaður Alba á leiktíðinni, en liðið vann bæði þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn. Þá lék liðið einnig í Evrópudeildinni, sterkustu félagsliðakeppni álfunnar. 

Martin, sem er 24 ára, er í miklum metum hjá þýska félaginu og Marco Baldi, forseti Alba Berlin, vill ólmur halda Íslendingnum. 

„Hann er bara 24 ára og eftirsóttur um alla Evrópu. Ég væri mjög glaður ef hann yrði áfram og við gerum allt sem við getum til að halda honum,“ sagði Baldi við BZ-Berlin. 

Á meðal félaga sem Martin hefur verið orðaður við eru spænsku stórveldin Barcelona og Real Madríd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert