Robinson til Hornafjarðar

Gerald Robinson og Pavel Ermolinskij
Gerald Robinson og Pavel Ermolinskij mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Sindra hefur samið við Ger­ald Robin­son um að leika með liðinu í vetur. Robin­son er 36 ára gam­all og hef­ur bæði banda­rísk­an og hol­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Sindri spilar í fyrstu deildinni en liðið lauk keppni í 8. sæti á síðustu leiktíð.

Robinson lék með Hauk­um tíma­bilið 2010-2011 og skoraði þá að jafnaði 21 stig auk þess að taka 13,7 frá­köst að meðaltali í leik. Hann kom aft­ur hingað til lands og lék með Hetti á Eg­ils­stöðum í 1. deild­inni frá árs­byrj­un 2014 og fram á vor. Hann spilað svo með Njarðvík og ÍR, þar sem hann fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn, og spilaði svo síðustu leiktíð með Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert