Jón Arnór kynntur til leiks hjá Val

Jón Arnór Stefánsson spilar í Valstreyjunni á komandi leiktíð.
Jón Arnór Stefánsson spilar í Valstreyjunni á komandi leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson verður kynntur til leiks hjá Val á blaðamannafundi klukkan 11 í dag. KR staðfesti rétt í þessu Jón Arnór hafi samþykkt að ganga í raðir Valsmanna. 

Er KR eina liðið sem Jón Arnór hefur leikið með hér á landi, en hann lék lengi sem atvinnumaður og er talinn einn besti körfuknattleiksmaður Íslands frá upphafi. 

„Það er ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili, enda alinn upp hérna, en mér fannst einfaldlega vera kominn tími á nýjar áskoranir. Ég fann að ef ég myndi halda áfram í körfubolta þá þyrfti ég að fara í nýtt umhverfi og ögra mér aðeins,“ er haft eftir Jóni Arnóri á heimasíðu KR. 

„Ég verð alltaf KR-ingur og það breytist ekkert, og það verður pottþétt skrýtið að spila í DHL-höllinni á næsta tímabili í annari treyju en KR treyjunni,“ sagði hann sömuleiðis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert