Getum vonandi hafið Íslandsmótið í september

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, til hægri.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, til hægri. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Móta­nefnd Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands hef­ur tekið þá ákvörðun að fresta deild­ar­bik­arn­um sem átti að hefjast 23. ág­úst í fyrsta sinn. Keppn­in var kynnt til leiks fyrr í sum­ar. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ ræddi ákvörðunina við Valtý Björn Valtýsson í þættinum Mín skoðun á Sport FM

„Í ljósi nýjustu frétta og upplýsinga þá taldi mótanefndin okkar þetta best. Þetta hefði væntanlega verið án áhorfenda og mikil vinna á hendur sjálfboðaliðanna. Vonandi getur þetta orðið á næsta ári,“ sagði Hannes. Hann vill sjá körfuboltalið æfa með eðlilegum hætti sem fyrst og stefnir á að byrja Íslandsmótin í næsta mánuði. 

„Það skiptir mestu máli að við fáum að æfa eðlilega aftur og svo í kjölfarið spilað æfingaleiki, svo getum við vonandi hafið Íslandsmótið eðlilega upp úr miðjum september. Við viljum hafa það með sem eðlilegustum hætti. Við verðum að vera bjartsýn.

Það er mjög flókið og það er eitt af því sem menn liggja yfir núna. Við erum á fullu til að æfingar geta hafist sem fyrst og svo æfingaleiki. Við reynum að búa til gott plan fyrir næstu vikur og mánuði,“ sagði Hannes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert