Valur meistari og KR fellur

Valur og KR voru í baráttu um titlana síðasta vetur …
Valur og KR voru í baráttu um titlana síðasta vetur en nú er liðunum spáð ólíku gengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur verða deildarmeistarar kvenna í körfuknattleik á komandi keppnistímabili en það kemur í hlut KR-inga að falla úr Dominos-deild kvenna, ef marka má  spána fyrir tímabilið sem birt var nú í hádeginu.

Birtar voru tvær spár, önnur frá félögunum en hin frá fjölmiðlunum, og þær reyndust nákvæmlega eins varðandi röð liðanna átta í deildinni. 

Niðurstaðan var í þessi, tölurnar í spá liðanna á undan og spá fjölmiðlanna innan sviga:

1 Valur 186 (88)
2 Skallagrímur 151 (72)
3 Keflavík 143 (67)
4 Haukar 131 (58)
5 Breiðablik 76 (37)
6 Fjölnir 72 (25)
7 Snæfell 61 (25)
8 KR 44 (24)

Þessir hópar voru hinsvegar ósammála um niðurstöðuna í 1. deild kvenna. Forsvarsmenn liðanna spá Njarðvík öruggum sigri en fjölmiðlarnir spá því að Grindavík hafi naumlega betur gegn Njarðvík í toppslagnum. Niðurstaðan er þessi, fjölmiðlarnir í sviga:

1 Njarðvík 234 (64)
2 Grindavík 194 (65)
3 ÍR 183 (58)
4 Tindastóll 174 (47)
5 Hamar/Þór Þ. 118 (29)
6 Stjarnan 97 (39)
7 Vestri 83 (18)
8 Fjölnir-B 80 (18)
9 Ármann 52 (22)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert