Þórsarar semja við Bandaríkjamann

Þórsarar sömdu við Bandaríkjamann.
Þórsarar sömdu við Bandaríkjamann. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur samið við framherjann Jamal Smith og mun hann leika með liðinu í vetur. Kemur hann í staðinn fyrir Rowan Bell sem félagið hafði áður samið við en samningi Bell var rift á dögunum. 

Smith er með bæði bandarískt og hollenskt ríkisfang, en hann hefur leikið í Belgíu, Kína, Hollandi, Ítalíu og Þýskalandi síðustu ár. Skoraði hann að meðaltali 14 stig og gaf eina stoðsendingu í hverjum leik með Düsseldorf í þýsku B-deildinni tímabilið 2018 til 2019. 

Er Smith væntanlegur til landsins í dag, eins og leikstjórnandinn Dedric Basile. Lið Þórs verður nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en félagið réð Bandaríkjamanninn Andrew Johnson sem þjálfara eftir síðasta tímabil. 

Var Þór í fallsæti þegar síðasta tímabili var aflýst en slapp með skrekkinn og hélt sæti sínu í deildinni þar sem ákveðið var að aðeins eitt lið myndi falla úr deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert