Hættur með Þórsara vegna veirunnar

Andrew Johnston hefur látið af störfum sem þjálfari Þórs.
Andrew Johnston hefur látið af störfum sem þjálfari Þórs. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Andrew Johnston hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Þórs frá Akureyri í körfuknattleik en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Andrew tók við liðið Þórsara í ágúst byrjun á þessu ári og náði aðeins að stýra liðinu í einum leik gegn Keflavík hinn 6. október síðastliðinn áður en hann lét af störfum.

„Uppsögn Andrews er fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis en Körfuknattleiksdeild Þórs treysti sér ekki í ljósi þeirrar stöðu sem nú er vegna Covid 19 að standa við gerða samninga við hann,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Þórsara.

Uppsögnin gerir það að verkum að rekstur kkd Þórs er í jafnvægi og ekki mun koma til fleiri uppsagna. Félaginu þykir hins vegar mjög miður að þetta sé niðurstaðan en hún er engu að síður nauðsynleg. Allir Þórsarar óska Andy alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir ennfremur í tilkynningu Þórs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert