Breiðablik skildi KR eftir á botninum

Breiðablik vann góðan sigur á KR í kvöld.
Breiðablik vann góðan sigur á KR í kvöld. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Breiðablik náði í sín fyrstu stig í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld er liðið fór í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbænum og vann 73:58-sigur. KR er stigalaust á botninum. 

Breiðablik vann tvo fyrstu leikhlutana 19:15 og var staðan í hálfleik því 38:30. Breiðablik hélt áfram að bæta í og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 55:41 og var fjórði leikhlutinn formsatriði fyrir Kópavogsliðið.

Jessica Loera skoraði 16 stig fyrir Breiðablik og Sóllilja Bjarnadóttir bætti við 13 gegn sínu gamla liði. Annika Holopainen skoraði 20 stig og tók 17 fráköst fyrir KR og Eygló Kristín Óskarsdóttir bætti við ellefu stigum.

Gangur leiksins: 5:8, 7:10, 10:13, 15:19, 19:24, 28:30, 28:33, 30:38, 32:44, 36:49, 41:53, 41:55, 48:59, 52:63, 54:67, 58:73.

KR: Annika Holopainen 20/17 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11/9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 5, Taryn Ashley Mc Cutcheon 5/6 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4, Gunnhildur Bára Atladóttir 4/5 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Jessica Kay Loera 16/4 fráköst/9 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 13, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 10/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 9/22 fráköst/4 varin skot, Iva Georgieva 6, Jenný Harðardóttir 4, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Friðrik Árnason, Ingi Björn Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert