Fjórði sigur Clippers í röð

Paul George og Justin Holiday eigast við í Los Angeles …
Paul George og Justin Holiday eigast við í Los Angeles í nótt. AFP

Los Angeles Clippers vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið fékk Indiana Pacers í heimsókn.

Clippers-menn náðu snemma yfirhöndinni í leiknum og leiddu með sex stigum í hálfleik, 66:60.

Í þriðja leikhluta skoruðu Clippers-menn 39 stig gegn 20 stigum Indiana og Indiana tókst ekki að svara í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Leiknum lauk því með öruggum 129:96-sigri Clippers en Paul George, Luke Kennard og Marcus Morris Sr. skoruðu allir 20 stig fyrir Clippers. Hjá Indiana var Doug McDermott stigahæstur með 23 stig.

Los Angeles Clippers er í öðru sæti vesturdeildarinnar með tíu sigra en Indiana Pacers er í fjórða sæti austurdeildarinnar með átta sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Denver Nuggets 105:109 Utah Jazz
Sacramento Kings 123:128 New Orleans Pelicans
Los Angeles Clippers 129:96 Indiana Pacers
Oklahoma City Thunder : Philadelphia 76ers Frestað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert