Þriðji sigur Keflvíkinga í þremur leikjum

Haukamaðurinn Hansel Atencia með boltann í leiknum í kvöld og …
Haukamaðurinn Hansel Atencia með boltann í leiknum í kvöld og Keflvíkingurinn Arnór Sveinsson er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir góðan útisigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 83:76.

Keflavík var yfir 20:15 eftir fyrsta leikhluta og 40:33 í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta stóð 66:53 en Haukar náðu að minnka muninn nokkuð í þeim fjórða og síðasta.

Haukar hafa nú tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.

Dominykas Milka skoraði 19 stig fyrir Keflavík og tók 12 fráköst. Calvin Brooks var með 14 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson 13 stig og 10 stoðsendingar.

Hjá Haukum voru Brian Fitzpatrick og Hansel Atencia með 16 stig hvor og Fitzpatrick tók auk þess 11 fráköst.

Gangur leiksins: 0:2, 5:12, 10:16, 15:20, 21:25, 26:30, 29:33, 33:40, 36:42, 45:49, 49:56, 53:66, 63:68, 66:75, 68:78, 76:83.

Haukar: Hansel Giovanny Atencia Suarez 16/6 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 16/11 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 11, Hilmar Pétursson 9, Austin Magnus Bracey 7, Breki Gylfason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5/8 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/5 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Dominykas Milka 19/12 fráköst, Calvin Burks Jr. 14/6 fráköst, Deane Williams 13/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/4 fráköst/10 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 11, Ágúst Orrason 8, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst/10 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Deane Williams hjá Keflavík reynir að stöðva Hansel Atencia hjá …
Deane Williams hjá Keflavík reynir að stöðva Hansel Atencia hjá Haukum í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert