Dramatískt tap hjá tríóinu í fyrsta leik

Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving léku allir með …
Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving léku allir með Brooklyn Nets í nótt í fyrsta sinn. AFP

Collin Sexton átti stórleik fyrir Cleveland Cavaliers þegar liðið fékk Brooklyn Nets í heimsókn í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Sexton gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig í 147:135-sigri Cleveland eftir tvíframlengdan leik.

Mikið jafnræði var með liðunum allan tímann en Cleveland leiddi með tveimur stigum í hálfleik 51:49.

Cleveland leiddi með níu stigum fyrir fjórða leikhluta en í þeim fjórða tókst Brooklyn að jafna metin.

Í annarri framlengingu skoraði Cleveland 20 stig gegn 8 stigum Brooklyn og þar við sat.

Kevin Durant var stigahæstur í liði Brooklyn með 38 stig og Kyrie Irving skoaði 37 stig en þetta var í fyrsta sinn, síðan James Harden gekk til liðs við Brooklyn, sem þeir Durant, Harden og Irving spila saman.

Brooklyn Nets er í fimmta sæti Austurdeildarinnar með níu sigra en Cleveland er í sjöunda sætinu með sjö sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Cleveland Cavaliers 147:135 Brooklyn Nets
Indiana Pacers 112:124 Dallas Mavericks
Philadelphia 76ers 117:109 Boston Celtics
Atlanta Hawks 123:115 Detroit Pistons
Toronto Raptors 102:111 Miami Heat
Minnesota Timberwolves 96:97 Orlando Magic
Houston Rockets 103:109 Phoenix Suns
Golden State Warriors 121:99 San Antonio Spurs
Los Angeles Clippers 115:96 Sacramento Kings

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert