Öruggur sigur ÍR-inga

Sigvaldi Eggertsson skoraði 19 stig fyrir ÍR í kvöld og …
Sigvaldi Eggertsson skoraði 19 stig fyrir ÍR í kvöld og hér reynir Kolbeinn Fannar Gíslason fyrirliði Þórs , sem skoraði 16 stig, að reyna að halda í við hann. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Þór  frá Akureyri, 105:90, í fyrsta leik kvöldsins í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, en liðin mættust í Seljaskóla.

Fyrri hálfleikur var jafn og staðan að honum loknum var 51:48, ÍR-ingum í hag. Þeir stungu hinsvegar norðanmenn algjörlega af í þriðja leikhluta með því að skora 31 stig gegn 16 og voru ekki í vandræðum með að fylgja því eftir í síðasta leikhlutanum þar sem munurinn var kominn yfir tuttugu stigin fljótlega.

ÍR hefur þar með unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum og er með sex stig en Þórsarar sitja áfram á botninum, stigalausir eftir fjóra leiki.

Everage Lee Richardson skoraði 28 stig fyrir ÍR, Collin Pryor 21, Sigvaldi Eggertsson var með 19 stig og 9 fráköst og Evan Singletary skoraði 18 stig.

Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig fyrir Þór og Ivan Aurrecoechea var með 24 stig og 17 fráköst. Kolbeinn Fannar Gíslason skoraði 16 stig.

Gangur leiksins: 7:4, 14:9, 18:17, 25:23, 34:31, 38:37, 45:39, 51:48, 56:55, 62:59, 74:62, 82:64, 89:70, 98:79, 102:84, 105:90.

ÍR: Everage Lee Richardson 28/5 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 24/9 fráköst, Evan Christopher Singletary 18, Collin Anthony Pryor 16/5 stoðsendingar, Danero Thomas 8/5 stoðsendingar, Þorgrímur Kári Emilsson 4, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3, Benoný Svanur Sigurðsson 2, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.

Þór Akureyri: Dedrick Deon Basile 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 24/17 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 16, Srdan Stojanovic 10, Andrius Globys 6/8 fráköst, Ragnar Ágústsson 4/5 fráköst, Ólafur Snær Eyjólfsson 3, Hlynur Freyr Einarsson 1, Smári Jónsson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 48

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert